Pólskur maður hefur verið ákærður í heimalandi sínu fyrir að selja fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik efni í sprengju. Norska Dagbladet segir að hann sé ákærður fyrir brot gegn almannaheil.
Maðurinn, sem heitir Lukasz Mikus, er líka ákærður fyrir að hafa látið efni í hendur manns, þ,e, Anders Behring Breivik, sem hafði engin tilskylin leyfi til þess að meðhöndla slík efni.
Viðurlög við þeim brotum sem Lukasz Mikus er sakaður um eru á bilinu 6 mánuðir til átta ára fangelsi.
Pólverji ákærður fyrir að selja Breivik hættuleg efni
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Verkföll hafin í sex skólum
Innlent




Heiða Björg verður borgarstjóri
Innlent




Kennaraverkföll skella á
Innlent

Banaslys á Þingvallavegi
Innlent