Rúnar Kristins: Vonandi getum við strítt þeim 28. júlí 2011 12:00 Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira