Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur gert samning við leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Michael Vick, fjórum árum eftir að fyrirtækið rak Vick vegna vandræða utan vallar.
Vick var hent í fangelsi í tæp tvö ár fyrir að standa að hundaati. Hann var þá á risasamningi hjá Nike.
Leikmanninum hefur gengið vel að endurbyggja ímynd sína eftir að hann kom úr steininum og Nike hefur nú ákveðið að fyrirgefa leikmanninum.
"Michael vill hafa jákvæð áhrif á unga fólkið. Hann viðurkennir sín mistök og hefur lært af þeim. Við styðjum þær jákvæðu breytingar sem hann hefur gert á lífi sínu," segir í yfirlýsingu frá Nike.
Nike búið að fyrirgefa Vick
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn