Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2011 09:39 Djokovic vann sinn fyrsta Wimbledon-titil um helgina Nordic Photos/AFP Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær. Erlendar Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjá meira
Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær.
Erlendar Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjá meira