Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2011 09:39 Djokovic vann sinn fyrsta Wimbledon-titil um helgina Nordic Photos/AFP Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær. Erlendar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær.
Erlendar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira