Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti fyrir stundu að vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fari fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Borgin hafði betur í baráttu við frönsku borgina Annecy og þýsku borgina München.
Ólympíunefndin komst að niðurstöðu sinni í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu. Meirihluta atkvæðanna 95 þarf til þess að tryggja sér sigur. Þetta er í þriðja sinn sem suður-kóreska borgin sækir um leikana en hún sem beið lægri hlut gegn Vancouver í Kanada árið 2010 og rússnesku borginni Sotsí árið 2014.
Leikarnir hafa tvívegis áður farið fram í Asíu, bæði skiptin í Japan. Fyrst í Sapporo árið 1972 og svo í Nagano árið 1998.
