Nadal og Federer áfram - Söderling úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2011 18:28 Roger Federer frá Sviss. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu) Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu)
Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira