Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2011 22:21 Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira