Ótrúlegur nítján marka sigur á Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 15:12 Mynd/Valli Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með leiknum á Vísi og viðtöl eru handan við hornið.Leik lokið: Ísland - Úkraína 37-18 Stórsigur Íslands staðreynd 37-18. Þvík frammistaða, vafalítið sú besta sem kvennalandsliðið hefur sýnt. Völtuðu yfir stöllur sínar frá Úkraínu.17.55: Lokatölur. 37 -18. Þvílík frammistaða hjá íslenska liðinu.17.49: 34-17 og fimm mínútur eftir. Munurinn eykst jafnt og þétt. Mjög jákvætt.17.45: Sautján marka munur, 33-16. Karen Knútsdóttir með glæsilegt skot og Ásta með mark úr hröðu upphlaupi. Úkraínsku stelpurnar í bullandi veseni í sóknini enda vörnin íslenska ógurleg.17.42: 30-15 þegar tíu mínútur eru eftir. Hver haldiði að hafi skorað fyrir Úkraínu? Komin með tólf mörk. Rakel Dögg komin með sjö mörk fyrir Ísland.17.39: 28-14. Ásta Gunnarsdóttir stal boltanum og skoraði úr hraðupphlaupi en stórskyttan úkraínska svaraði. En viti menn, Hrafnhildur kemur okkur í 28-14. 17.32: Leikurinn stöðvaður vegna meiðsla Stellu Sigurðardóttur. Nítján mínútur til leiksloka og þrettán marka forskot 26-13. Ísland með boltann.17.30: 25-13 og Ísland með boltann. Rakel Dögg með tvö mörk í röð fyrir Ísland.17.27: 23-11. Pidpalova er komin aftur inná og komin í níu mörk. Hlýtur að vera eitthvað tæp fyrst hún var tekin út af í fyrri hálfleik.17.22: 20-10 þegar 5 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Fín byrjun á síðari hálfleik.17.19: Síðari hálfleikurinn hafinn og Ísland sækir.HálfleikurÓtrúlegum fyrri hálfleik lokið og Ísland með tíu marka forskot 18-8. Sóknarleikurinn hefur verið glimrandi, boltinn gengið hratt á milli og stelpurnar áræðnar í aðgerðum sínum. Tvær brottvísanir seint í hálfleiknum gerðu þeim aðeins erfitt fyrir í sókninni en ekki í vörninni. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig síðustu 15 mínúturnar í hálfleiknum. Guðrún Jenný Ásmundsdóttir hefur farið á kostum í markinu og varið fjórtán skot, sum með miklum tilþrifum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er markahæst með sjö mörk og Rakel Dögg Bragadóttir kemur næst með þrjú. Það eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið að mikill pirringur virðist vera hjá úkraínska liðinu. Stórskyttan Pidpalova hefur setið á bekknum í langan tíma sem er óskiljanlegt í ljósi þess að hún hefur skorað sex af átta mörkum liðsins. Við vonum að íslensku stelpurnar haldi uppteknum hætti í síðari hálfleik því eins og staðan er núna eiga þær úkraínsku engin svör.17.08. 18-8. Anna Úrsúla, hver önnur skorar af línunni 10 sekúndum fyrir hálfleik.17.06: 17-8 og hálf mínúta eftir þegar Ágúst Jóhannsson tekur leikhlé. Nú á væntanlega að stilla upp fyrir eitt lokaskot.17.00: 17-8. Lítið að gerast í sóknarleiknum hjá Íslandi og höndin komin upp. Þá stilla þær upp fyrir Önnu Úrsúlu sem límir boltann í hornið. Anna komin með sex mörk. Þvílík frammistaða hjá Íslandi í fyrri hálfleik!16.58: 16-7. Það mætti halda að Ísland hefði tekið leikhlé í stöðunni 11-7. Stelpurnar manni færri eftir að Stella var rekin út af í 2 mínútur. Fyrsta brottvísunin í leiknum. 16.54: Íslensku stelpurnar að valta yfir þær úkraínsku. Staðan er 14-7 og markaskorun að dreifast vel. Úkraínska stórskyttan er komin á bekkinn eftir að Jenný varði frá henni tvisvar í röð. 16.49: Karen Knútsdóttir kemur Íslandi í 11-7 eftir fallega sókn og úkraínski þjálfarinn tekur leikhlé. Flott byrjun hjá íslenska liðinu. Eru með frábæra skotnýtingu það sem af er leik og Jenný verið sjóðheit í markinu. Nú þurfa þær að ganga betur út í Pidpalovu í vörninni. Gott flæði hjá Ágústi þjálfara á leikmönnum. Karen Knúts leysir Rakel Dögg af í sókninni sem stendur og gerir það vel.16.46: 10-6 fyrir Ísland. Sóknarleikur úkraínska liðsins gengur út á að stilla upp fyrir vinstri skyttuna Pidpalovu. Hún er komin með 5 af sex mörkum Úkraínu, 16.44: 7-4 fyrir Ísland. Brynja Magnúsdóttir var að brenna af víti en í kjölfarið dæmdur ruðningur á Úkraínu. Anna Úrsúla komin með þrjú mörk.16.38: 5-3 fyrir Ísland. Rakel Dögg og Hrafnhildur komnar á blað. Íslenska liðið spilar 6-0 vörn sem er að ganga ágætlega. Jenný komin með 7 skot á fyrstu átta mínútunum.16.33: Ísland komið í 3-1. Tvö mörk í röð frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Vörnin að spila vel og Jenný heit í markinu. Meira svona. 16.31: Ísland komið 1-0 yfir eftir hraðupphlaupsmark Þóreyjar Rósu. Jenný fer á kostum í markinu. Hefur varið fjögur skot. 16.30: Leikurinn hefst og það er úkraínska liðið sem byrjar með boltann.16.28: Þá er búið að spila þjóðsöngvanna og allt til reiðu fyrir leikinn.16.25: Áhorfendur mættu vera fleiri hér í Vodafone-höllinni. Markmið HSÍ var að fá 2000 manns á völlinn en eins og staðan er núna virðist það mjög fjarlægt markmið. Reyndar eru Íslendingar þekktir fyrir allt annað en stundvísi og vonandi rætist úr.16.15: Nú er stundarfjórðungur í að leikur Íslands og Úkraínu hefjist hér í Vodafone-höllinni. Leikmenn beggja liða á fullu í upphitun sem og dómararnir sem koma frá Serbíu. Dómararnir, þær Maric Branka og Masic Zorica, skarta vel aflituðu hári í stíl við Einar Jónsson aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með leiknum á Vísi og viðtöl eru handan við hornið.Leik lokið: Ísland - Úkraína 37-18 Stórsigur Íslands staðreynd 37-18. Þvík frammistaða, vafalítið sú besta sem kvennalandsliðið hefur sýnt. Völtuðu yfir stöllur sínar frá Úkraínu.17.55: Lokatölur. 37 -18. Þvílík frammistaða hjá íslenska liðinu.17.49: 34-17 og fimm mínútur eftir. Munurinn eykst jafnt og þétt. Mjög jákvætt.17.45: Sautján marka munur, 33-16. Karen Knútsdóttir með glæsilegt skot og Ásta með mark úr hröðu upphlaupi. Úkraínsku stelpurnar í bullandi veseni í sóknini enda vörnin íslenska ógurleg.17.42: 30-15 þegar tíu mínútur eru eftir. Hver haldiði að hafi skorað fyrir Úkraínu? Komin með tólf mörk. Rakel Dögg komin með sjö mörk fyrir Ísland.17.39: 28-14. Ásta Gunnarsdóttir stal boltanum og skoraði úr hraðupphlaupi en stórskyttan úkraínska svaraði. En viti menn, Hrafnhildur kemur okkur í 28-14. 17.32: Leikurinn stöðvaður vegna meiðsla Stellu Sigurðardóttur. Nítján mínútur til leiksloka og þrettán marka forskot 26-13. Ísland með boltann.17.30: 25-13 og Ísland með boltann. Rakel Dögg með tvö mörk í röð fyrir Ísland.17.27: 23-11. Pidpalova er komin aftur inná og komin í níu mörk. Hlýtur að vera eitthvað tæp fyrst hún var tekin út af í fyrri hálfleik.17.22: 20-10 þegar 5 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Fín byrjun á síðari hálfleik.17.19: Síðari hálfleikurinn hafinn og Ísland sækir.HálfleikurÓtrúlegum fyrri hálfleik lokið og Ísland með tíu marka forskot 18-8. Sóknarleikurinn hefur verið glimrandi, boltinn gengið hratt á milli og stelpurnar áræðnar í aðgerðum sínum. Tvær brottvísanir seint í hálfleiknum gerðu þeim aðeins erfitt fyrir í sókninni en ekki í vörninni. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig síðustu 15 mínúturnar í hálfleiknum. Guðrún Jenný Ásmundsdóttir hefur farið á kostum í markinu og varið fjórtán skot, sum með miklum tilþrifum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er markahæst með sjö mörk og Rakel Dögg Bragadóttir kemur næst með þrjú. Það eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið að mikill pirringur virðist vera hjá úkraínska liðinu. Stórskyttan Pidpalova hefur setið á bekknum í langan tíma sem er óskiljanlegt í ljósi þess að hún hefur skorað sex af átta mörkum liðsins. Við vonum að íslensku stelpurnar haldi uppteknum hætti í síðari hálfleik því eins og staðan er núna eiga þær úkraínsku engin svör.17.08. 18-8. Anna Úrsúla, hver önnur skorar af línunni 10 sekúndum fyrir hálfleik.17.06: 17-8 og hálf mínúta eftir þegar Ágúst Jóhannsson tekur leikhlé. Nú á væntanlega að stilla upp fyrir eitt lokaskot.17.00: 17-8. Lítið að gerast í sóknarleiknum hjá Íslandi og höndin komin upp. Þá stilla þær upp fyrir Önnu Úrsúlu sem límir boltann í hornið. Anna komin með sex mörk. Þvílík frammistaða hjá Íslandi í fyrri hálfleik!16.58: 16-7. Það mætti halda að Ísland hefði tekið leikhlé í stöðunni 11-7. Stelpurnar manni færri eftir að Stella var rekin út af í 2 mínútur. Fyrsta brottvísunin í leiknum. 16.54: Íslensku stelpurnar að valta yfir þær úkraínsku. Staðan er 14-7 og markaskorun að dreifast vel. Úkraínska stórskyttan er komin á bekkinn eftir að Jenný varði frá henni tvisvar í röð. 16.49: Karen Knútsdóttir kemur Íslandi í 11-7 eftir fallega sókn og úkraínski þjálfarinn tekur leikhlé. Flott byrjun hjá íslenska liðinu. Eru með frábæra skotnýtingu það sem af er leik og Jenný verið sjóðheit í markinu. Nú þurfa þær að ganga betur út í Pidpalovu í vörninni. Gott flæði hjá Ágústi þjálfara á leikmönnum. Karen Knúts leysir Rakel Dögg af í sókninni sem stendur og gerir það vel.16.46: 10-6 fyrir Ísland. Sóknarleikur úkraínska liðsins gengur út á að stilla upp fyrir vinstri skyttuna Pidpalovu. Hún er komin með 5 af sex mörkum Úkraínu, 16.44: 7-4 fyrir Ísland. Brynja Magnúsdóttir var að brenna af víti en í kjölfarið dæmdur ruðningur á Úkraínu. Anna Úrsúla komin með þrjú mörk.16.38: 5-3 fyrir Ísland. Rakel Dögg og Hrafnhildur komnar á blað. Íslenska liðið spilar 6-0 vörn sem er að ganga ágætlega. Jenný komin með 7 skot á fyrstu átta mínútunum.16.33: Ísland komið í 3-1. Tvö mörk í röð frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Vörnin að spila vel og Jenný heit í markinu. Meira svona. 16.31: Ísland komið 1-0 yfir eftir hraðupphlaupsmark Þóreyjar Rósu. Jenný fer á kostum í markinu. Hefur varið fjögur skot. 16.30: Leikurinn hefst og það er úkraínska liðið sem byrjar með boltann.16.28: Þá er búið að spila þjóðsöngvanna og allt til reiðu fyrir leikinn.16.25: Áhorfendur mættu vera fleiri hér í Vodafone-höllinni. Markmið HSÍ var að fá 2000 manns á völlinn en eins og staðan er núna virðist það mjög fjarlægt markmið. Reyndar eru Íslendingar þekktir fyrir allt annað en stundvísi og vonandi rætist úr.16.15: Nú er stundarfjórðungur í að leikur Íslands og Úkraínu hefjist hér í Vodafone-höllinni. Leikmenn beggja liða á fullu í upphitun sem og dómararnir sem koma frá Serbíu. Dómararnir, þær Maric Branka og Masic Zorica, skarta vel aflituðu hári í stíl við Einar Jónsson aðstoðarþjálfara íslenska liðsins.
Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira