Atli Gíslason: Virði skoðanir Geirs en er ósammála honum Boði Logason skrifar 6. júní 2011 20:03 Atli Gíslason Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur. Landsdómur Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur.
Landsdómur Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira