Innlent

Aldrei hefði átt að ákæra Geir

Mynd/Anton Brink
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður.

Ákæra Alþingis gegn Geir verður tekin fyrir í landsdómi klukkan hálf tvö í dag en þetta er í fyrsta skipti sem mál er höfðað fyrir landsdómi. Geir lýsti því yfir í gær að lögmaður hans muni krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi og því þarf landsdómur væntnlega að taka afstöðu til þeirrar kröfu áður lengra er haldið.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er ekki sátt við málaferlin gegn forvera hennar í embætti. Spurð að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort um pólitísk réttarhöld væri að ræða sagði hún: „Ég vil ekkert segja til um það. Ég hef sagt að mér hefur fundist taka alltof langan tíma að fá niðurstöðu í þetta mál og meira vil ég ekki segja um það.“

Jóhanna greiddi á sínum tíma atkvæði gegn því að Geir og þrír aðrir fyrrverandi ráðherrar yrðu sóttir til saka. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta þyrfti ekki að koma til enda var atkvæði mitt á þann veg.“

Aðspurð hvort hún teldi að Geir verði sýknaður sagðist Jóhanna ekki hafa hugmynd um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×