Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í 2 landsleikjum gegn Lettum og Austurríki sem fram fara í undankeppni EM 2012. Eru þetta síðustu leikir riðilsins og þarf íslenska liðið að sigra báða þessa leiki til þess að komast inn á EM í Serbíu.
Liðið kemur saman í Þýskalandi til undirbúnings sunnudaginn 5.júní. Fyrri leikurinn er gegn Lettum í Lettlandi miðvikudaginn 8.júní kl.16.35. Liðið kemur svo til Íslands og leikur gegn Austurríki sunnudaginn 12.mars kl.16.30 í Laugardalshöll.
Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson koma inn í hópinn frá því í leikjunum á móti Þjóðverjum í mars en Kári Kristjánsson og Þórir Ólafsson eru ekki með að þessu sinni. Kári og Þórir voru báðir með íslenska liðinu á HM í Svíþjóð.
Landsliðshópur Guðmundar:Markmenn:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Fücshe Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Ólafur Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Jakobsson, Groswallstadt
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Hópur Guðmundar klár fyrir leikina við Lettland og Austurríki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti





David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn


