Reiðubúin ef allt fer á versta veg 22. maí 2011 18:45 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Mynd/GVA Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón. Helstu fréttir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón.
Helstu fréttir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira