Reiðubúin ef allt fer á versta veg 22. maí 2011 18:45 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Mynd/GVA Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón. Helstu fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón.
Helstu fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira