Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið 22. maí 2011 19:10 Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir. Helstu fréttir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir.
Helstu fréttir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira