Eldgosið í rénun 24. maí 2011 12:00 Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Mynd/Visir.is Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira