Breski tenniskappinn, Andy Murray, hefur átt við smávægileg meiðsli að undanförnu en virðist allur vera koma til og ætti að verða klár fyrir Madrid Open sem hefst í næstu viku.
Murray hefur hæft síðastliðna viku og útlitið er nokkuð bjart fyrir helstu vonarstjörnu Breta í Tennis.
Kappinn þurfti að hætta keppni í Barcelona Open í síðasta mánuði eftir að olnbogameiðsli tóku sig upp, en hann hefur verið í endurhæfingu síðan þá.
„Olnboginn er í fínu standi og ég hef getað æft af fullum krafti í heila viku,“ sagði Murray.
Murray hefur verið að æfa undir handleiðslu Darren Cahill, fyrrverandi þjálfara Andre Agassi, að undanförnu.
„Hann aðstoðaði mig í gær og við eigum eftir að vinna saman meira í vikunni,“ sagði Murray.
Murray er allur að koma til
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti



Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn

Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn
