Umfjöllun: Bið FH-inga á enda Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 4. maí 2011 21:06 FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira