Saksóknari telur líkur á sakfellingu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 7. maí 2011 18:53 Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós. Landsdómur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós.
Landsdómur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira