Íslenskt fyrirtæki gerir konunglegt brúðkaupsforrit 18. apríl 2011 13:41 Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér. William & Kate Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér.
William & Kate Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira