Umfjöllun: FH-ingar unnu öruggan sigur í Kaplakrika Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 18. apríl 2011 21:43 Daníel Andrésson átti magnaðan leik í marki Akureyrar og fagnaði vel í leikslok. Mynd/Anton FH tryggði sér sæti í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld með 32-21 sigri á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar mæta því liði Akureyrar í úrslitum N1 deildarinnar á miðvikudaginn á meðan Fram er komið í sumarfrí. FH-ingar unnu fyrsta leikinn örugglega í Kaplakrika 29 - 22 en Framarar svöruðu með 27-26 sigri í Safamýrinni sl. laugardag og var því mikið undir. Framarar byrjuðu leikinn betur. Magnús Erlendsson, markmaður Fram, var í miklu stuði og náðu þeir fljótlega 5-2 forskoti. Þá kom góður leikkafli hjá Hafnarfjarðamönnum og náðu þeir tveggja marka forskoti sem þeir héldu út hálfleikinn. Minnstu mátti muna að allt myndi sjóða upp úr á rétt fyrir hálfleik þegar Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, virtist slá til Ara Magnússonar, leikmanns FH. Dómarapar leiksins leysti þó vel úr því og sendi Magnús í tveggja mínútna kælingu og voru því Framarar tveimur mönnum færri eftir að Andri Berg Haraldsson hafði fengið brottvísun rétt áður. FH-ingar nýttu sér þann mun afar vel og bættu sífellt í. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður hafði FH skorað 10 gegn 3 mörkum Fram og var komið með hentugt 9 marka forskot. Framarar náðu aldrei að ógna því og lauk leiknum því með öruggum sigri FH-inga Það er því ljóst að FH leikur til úrslita gegn Akureyri og er fyrsti leikurinn á laugardaginn næsta á Akureyri.FH – Fram 32 - 21 (14 - 12) Mörk FH (skot):Baldvin Þorsteinsson 7(10), Ólafur Andrés Guðmundsson 7(12) Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Örn Ingi Bjarkason 3(8), Ari Magnús Þorgeirsson 3(5), Ólafur Gústafsson 3 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (3) Varin skot: Pálmar Pétursson 1 (6, 16%), Daníel Freyr Andrésson 14 (29, 48%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Baldvin Þorsteinsson) Fiskuð víti: 3 ( Sigurgeir Árni Ægisson 2, Benedikt Reynir Kristinsson) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot):Jóhann Gunnar Einarsson 5(9), Andri Berg Haraldsson 5(9), Haraldur Þorvarðarson 4(6), Einar Rafn Eiðsson 3/2(4/2), Magnús Stefánsson 1(4), Stefán Baldvin Stefánsson 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (2), Matthías Daðason 1 (1) Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (39, 43%) Hraðaupphlaupsmörk: 0 Fiskuð víti: 2 (Jóhann Gunnar Einarsson, Haraldur Þorvarðarsson) Utan vallar: 14 mínútur Íslenski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
FH tryggði sér sæti í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld með 32-21 sigri á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar mæta því liði Akureyrar í úrslitum N1 deildarinnar á miðvikudaginn á meðan Fram er komið í sumarfrí. FH-ingar unnu fyrsta leikinn örugglega í Kaplakrika 29 - 22 en Framarar svöruðu með 27-26 sigri í Safamýrinni sl. laugardag og var því mikið undir. Framarar byrjuðu leikinn betur. Magnús Erlendsson, markmaður Fram, var í miklu stuði og náðu þeir fljótlega 5-2 forskoti. Þá kom góður leikkafli hjá Hafnarfjarðamönnum og náðu þeir tveggja marka forskoti sem þeir héldu út hálfleikinn. Minnstu mátti muna að allt myndi sjóða upp úr á rétt fyrir hálfleik þegar Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, virtist slá til Ara Magnússonar, leikmanns FH. Dómarapar leiksins leysti þó vel úr því og sendi Magnús í tveggja mínútna kælingu og voru því Framarar tveimur mönnum færri eftir að Andri Berg Haraldsson hafði fengið brottvísun rétt áður. FH-ingar nýttu sér þann mun afar vel og bættu sífellt í. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður hafði FH skorað 10 gegn 3 mörkum Fram og var komið með hentugt 9 marka forskot. Framarar náðu aldrei að ógna því og lauk leiknum því með öruggum sigri FH-inga Það er því ljóst að FH leikur til úrslita gegn Akureyri og er fyrsti leikurinn á laugardaginn næsta á Akureyri.FH – Fram 32 - 21 (14 - 12) Mörk FH (skot):Baldvin Þorsteinsson 7(10), Ólafur Andrés Guðmundsson 7(12) Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Örn Ingi Bjarkason 3(8), Ari Magnús Þorgeirsson 3(5), Ólafur Gústafsson 3 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (3) Varin skot: Pálmar Pétursson 1 (6, 16%), Daníel Freyr Andrésson 14 (29, 48%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Baldvin Þorsteinsson) Fiskuð víti: 3 ( Sigurgeir Árni Ægisson 2, Benedikt Reynir Kristinsson) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot):Jóhann Gunnar Einarsson 5(9), Andri Berg Haraldsson 5(9), Haraldur Þorvarðarson 4(6), Einar Rafn Eiðsson 3/2(4/2), Magnús Stefánsson 1(4), Stefán Baldvin Stefánsson 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (2), Matthías Daðason 1 (1) Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (39, 43%) Hraðaupphlaupsmörk: 0 Fiskuð víti: 2 (Jóhann Gunnar Einarsson, Haraldur Þorvarðarsson) Utan vallar: 14 mínútur
Íslenski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira