Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust 21. mars 2011 12:01 Af blaðamannafundinum Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira