Íslenski boltinn

Ellert B. Schram heiðraður á þingi UEFA í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ellert B. Schram.
Ellert B. Schram.
Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ, var heiðraður á 35. ársþingi UEFA fyrir áralöng farsæl störf hans í þágu knattspyrnunnar en þingið fór fram í París í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Ellert fékk viðurkenningu sem nefnist "UEFA Order of Merit in Ruby" og var einn fjögurra sem voru sæmdir þessari viðurkenningu á þinginu en einnig var Franz Beckenbauer heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar sem leikmaður, þjálfari og stjórnandi. 

Ellert var formaður KSÍ frá árinu 1973 til ársins 1989. Hann hefur einnig sinnt ýmsum störfum fyrir UEFA og gerir það enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×