Á barnið mitt að borga Icesave III? Þôrhallur Hákonarson skrifar 28. mars 2011 08:58 Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég eignaðist mitt annað barn fyrir nokkrum dögum. Fimm dögum síðar fór ég með barnið í skoðun á Landspítalanum. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi á þessum síðum nema vegna þess að á meðan barnalæknirinn er að skoðaði barnið og upplýsa stolta foreldrana um að barnið sé alheilbrigt og á allan hátt til fyrirmyndar, þá spyr hann okkur, hvort við ætlum að láta þetta barn axla byrðarnar af Icesave. Aldrei þessu vant varð ég kjaftstopp, ég hafði bara ekki gert ráð fyrir þessu umræðuefni við þessar kringumstæður. Að venju varð frúin sneggri til og svaraði því til að við værum að hugsa um að kjósa með Icesave í þetta skiptið. Læknirinn sagði þá (eins og hann væri að tala við barnið) að foreldrarnir ætluðu að láta hana borga. Ég er ekki lögfræðingur og get því litlu bætt við um hvort okkur beri skylda til að greiða Icesave-reikningana frá lagalegu sjónarmiði. Ég veit þó af reynslu af fyrri störfum mínum að ef mögulegt er að semja á viðunandi hátt þá er það besta lausnin því maður skal aldrei gefa sér niðurstöðu dómstóla fyrirfram. Ég var á móti Icesave I og II. Ég taldi þá samninga vonda. Það var sama hvað Þórólfur Matthíasson og félagar reyndu að sannfæra almenning um að þessir samningar væru góðir og vextirnir sanngjarnir; það var ekki möguleiki að þá samninga myndi ég samþykkja. Kostnaðurinn var einfaldlega of hár og áhættan of mikil til að vega upp ábatann. Öðru máli gegnir um Icesave III. Þegar ég skoða hagsmunina sem eru í húfi er matið einfalt. Hvað kostar það íslenskt þjóðarbú að halda áfram með málið í hugsanlega 3-4 ár fyrir dómstólum með tilheyrandi stöðnun og/eða samdrætti á meðan, þótt málið vinnist á endanum? Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun