Icesave-kynningarnefndin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. mars 2011 05:45 Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Icesave Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn?
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun