Atvinnulífið verður að eflast Svana Helen Björnsdóttir skrifar 15. mars 2011 06:00 Efnahagsástand og lífskjör fólks á Íslandi geta því aðeins batnað að atvinnumál séu í lagi. Ef fyrirtæki landsins ganga vel, geta boðið fólki störf við hæfi og góð laun, þá er allt annað í lagi. Þá snúast hjól þjóðlífsins. Fólk og fyrirtæki greiða þá sína skatta sem nægja til að reka sómasamlegt velferðar- og menntakerfi er stenst samanburð við þau lönd sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Nýlegar upplýsingar um útflutning frá Íslandi sýna að hugverkaiðnaðurinn aflar nú um fjórðungs allra gjaldeyristekna íslensku þjóðarinnar. Inni í þessum tölum er útflutningur hátækni- og sprotafyrirtækja sem byggja á þekkingarfrekum iðnaði. Þetta eru atvinnugreinar sem eiga sér mikla vaxtarmöguleika. Öðru máli gegnir um sjávarútveg og landbúnað sem áfram hafa þýðingu en flestir virðast sammála um að geti vart vaxið meira að öllu óbreyttu. Hvað þarf til að útflutningur vaxi? Íslenskt atvinnulíf nær ekki fullum þrótti og kemst ekki upp úr öldudalnum nema fyrirtæki sem þess þurfa eigi möguleika á fá erlenda fjárfesta til þátttöku í fyrirtækjunum. Þetta er afar brýnt fyrir hátækifyrirtækin sem þurfa að fjármagna rannsóknar- og þróunarstarf í 8 – 15 ár áður en markaðs- og sölustarf fer að bera raunverulegan árangur og eiginlegur vöxtur hefst. Sá vöxtur er þá oft ótrúlega hraður. Erlendir fagfjárfestar fjármagna ekki aðeins vöruþróun heldur, það sem enn meira máli skiptir, ryðja þeir einnig braut fyrir útflutning íslenskrar vöru, þekkingar eða þjónustu á erlenda markaði með samböndum sínum. Lífskjör í landi okkar verða einungis tryggð með því að við að sköpum vel launuð störf til langframa. Því þurfum við fyrirtæki sem bjóða fólki slík störf. Fyrirtæki með starfsemi sem samræmist langtímasjónarmiðum okkar, t.d. um nýtingu auðlinda og sjálfbærni. Engir íslenskir aðilar virðast færir um að fjármagna rannsóknar- og þróunarstarf hátæknifyrirtækja. Hvorki bankar né lífeyrissjóðir taka slíka áhættu. Fram til þessa hafa erlendir fjárfestar fjármagnað hinn eiginlega vöxt þeirra íslensku fyrirtækja sem við nú erum hvað stoltust af. Fyrirtækja sem sum hver eru þó að hrökklast úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða á Íslandi. Hvað hindrar erlendar fjárfestingar á Íslandi? Erlendir fjárfestar verða að sjá sér hag í því að festa fé sitt í íslenskum iðnaði og fyrirtækjum. Undanfarin ár eru aðeins örfá dæmi um að erlendir fjárfestar hafi fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Þessi dæmi eru svo fá að þau má telja á fingrum annarrar handar. Það er því full ástaða til að velta fyrir sér þeirri mikilvægu spurningu: Hvað hindrar erlendar fjárfestingar á Íslandi? Í rekstri hátæknifyrirtækis míns og samskiptum við erlenda fjárfesta á undanförnum árum hef ég kynnst viðhorfum fjárfesta frá fyrstu hendi. Mig undrar raunar almennt áhugaleysi Íslendinga á því að kynna sér þessi viðhorf og leita markvissar að eftir því að fá erlenda fjárfesta til þátttöku í íslenskum fyrirtækjum. Mér rennur því blóðið til skyldunnar að miðla því sem ég hef orðið áskynja, ef einhver kynni að vilja taka við þeim upplýsingum. Mín reynsla af erlendum fagfjárfestum er sú að um mjög vel menntað og upplýst fólk er að ræða, með mikla yfirsýn, reynslu og þekkingu. Fólk sem er vant að taka áhættu í rekstri en leggur kalt mat á hlutina. Það sem helst hindrar erlendar fjárfestingar á Íslandi er eftirfarandi:Bankar og fjármálakerfi njóta ekki trausts. Gerðu það ekki fyrir hrun 2008 og enn síður nú.Löggjafinn nýtur hvorki virðingar né trausts. Fjárfestar óttast gerræðisleg inngrip ekki að ástæðulausu.Opinberar stofnanir njóta ekki trausts. Dæmi eru um að erlendir fjárfestar fái misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum. Þeir geta vænst þess að lög sé túlkuð á frjálslegan hátt og steinar séu lagðir í götu þeirra á lokametrum lykilákvarðana, jafnvel eftir að verulegt fé hefur verið lagt í undirbúning.Óstöðugt efnahagslíf fælir erlenda fjárfesta frá íslenskum fyrirtækjum; það eru ekki ný sannindi og þarf ekki að koma neinum á óvart.Íslenska krónan er ekki aðeins veikur gjaldmiðill heldur einnig mjög óstöðugur. Krónan hefur á liðnum árum verið til mikilla vandræða fyrir útflutningsfyrirtæki, þótt stundum sé vísað til þess að sjálfstæður gjaldmiðill hafi komið sér vel t.d. andspænis sveiflum í sjávarútvegi.Gjaldeyrishöft sem leidd voru í lög á einni nóttu 2008 eru mikil hindrun. Ekki er fyrirséð að haftalögin verði afnumin í bráð. Þau torvelda að fjárfestar geti losað fjármuni sína t.d. arð af fjárfestingum sínum og flutt frá Íslandi, eins og hlýtur þó að teljast eðlileg og sjálfsögð krafa.Almennt agaleysi ríkir í íslensku samfélagi og það er undirrót margs annars vanda, m.a. stjórnarfarslegs eðlis.Vöntun á framtíðarsýn gerir það að verkum að algert stefnuleysi ríkir á mörgum sviðum. Stjórnvöld hafa þó nýverið lagt fram drög að atvinnustefnu sem hluta af vinnu við svokallaða Sóknaráætlun til ársins 2020. Þeirri stefnu þarf að framfylgja og marka einnig menntastefnu sem styður við atvinnustefnuna.Vinnumarkaður hér á landi er örlítill. Menntakerfið svara ekki þörfum atvinnulífsins fyrir sérmenntað fólk. Afleiðingin er mikill skortur á tæknimenntuðu fólki. Þetta er svo sem ekki nýr vandi, því hér hefur um margra ára skeið vantað t.d. hugbúnaðarsérfræðinga og aðra sérfræðinga með margvíslega raungreinamenntun. Flest hátæknifyrirtæki þurfa að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. Það er þó sérlega erfitt um þessar mundir af skiljanlegum ástæðum.Iðnaðar- og handverksumhverfi er veikt á Íslandi og marka þarf stefnu sem bætir úr því.Ráða- og skilningsleysi stjórnvalda og stjórnmálamanna veldur því að árangur næst ekki. Fyrir þetta líður öll þjóðin.Stjórnkerfi landsins mismunar atvinnugreinum herfilega, t.d. með núverandi skipulagi ráðuneyta atvinnuveganna. Straumlínulaga þarf stjórnkerfið og endurskoða hlutverk ráðuneyta og stofnana sem hafa með atvinnumál og að gera. Fylgja þarf atvinnustefnu og tryggja að opinberum fjármunum sé varið með arðbærum og markvissum hætti, m.a. til nýsköpunar. Hér á landi vantar hefðir og skilning á því að uppbygging traustra fyrirtækja tekur mannsaldra. Þýskaland er dæmi um land sem hefur í marga mannsaldra byggt upp iðnveldi sem að mestu leyti felst í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, dreifðum um allt landið. Þýskaland er langt frá því að vera stærsta eða fjölmennasta land í heimi, en Þjóðverjar eru samt sem áður ein mesta útflutningsþjóð heims. Hagvöxtur þar á síðasta ári var undraverður. Meðan nálega allar vestrænar þjóðir glíma við alvarlega efnahagskreppu hefur Þjóðverjum tekist að vinna sig út úr kreppunni. Þar í landi er nú aftur mikill uppgangur í atvinnulífi eftir nokkur erfið ár. Hvað hafa Íslendingar að bjóða? Að þessu sögðu er rétt að íhuga hvort og þá hvað Íslendingar hafa að bjóða erlendum fjárfestum. Er yfirleitt nokkur atvinnustarfsemi hér á landi sem erlendir aðilar myndu vilja taka þátt í að byggja upp? Höfum aftur í huga að til þess að erlendur fjármagnseigandi fjárfesti í íslensku fyrirtæki þurfa báðir aðilar að sjá sér hag í því. Eftirfarandi svið gætu vissulega verið áhugaverð:Endurnýjanleg orka og þekking sem tengist orkunýtingu. Orkan hér á landi er þó takmörkuð. Afar mikilvægt er að komandi kynslóðir hafi til umráða orku til uppbyggingar á atvinnustarfsemi sem við enn ekki vitum hver verður. Þessu verður að halda opnu við samningsgerðir um orkusölu. Ungt fólk nú á dögum menntar sig nefnilega til starfa sem oft eru enn ekki til. Komandi kynslóðir munu án nokkurs vafa skapa sér störf og starfsvettvang sem okkur núlifendum er ekki unnt að sjá fyrir að möguleg verði. Það er í rauninni alveg frábært.Þekking Íslendinga á afmörkuðum sviðum gæti verið verðmæt fyrir fleiri en okkur sjálf, t.d. í heilbrigðismálum, upplýsingatækni, náttúrufræði, sjávarlíffræði, nýtingu sjávarafurða, erfðafræði, líftækni – og svo mætti góðu heilli lengi telja. Íslenskt samfélag er tæknivætt og að mínu mati afar kraftmikið, þegar fólki eru skapaðar aðstæður til að njóta sín. Landið byggir forvitið fólk og hér eru boðleiðir stuttar. Það leiðir til þess að auðvelt er fyrir venjulegt fólk að ná áheyrn stjórnvalda eða annarra sem stefna og ákvarðanir velta á. Samfélag okkar er minna stéttaskipt en hjá mörgum stærri þjóðum. Þetta ætti að tryggja jöfn tækifæri til mennta og starfa, t.d. frumkvöðlum með góðar viðskiptahugmyndir. Við erum yfirleitt fljót að átta okkur og taka ákvarðanir, sem er mjög gott þegar þess er vel gætt að forðast óvandaðar niðurstöður og flumbrugang. Tækifærin? Í ljósi framangreinds: Hvar eru þá tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða til landsins erlenda fjárfesta til uppbyggingar á iðnaði og atvinnulífi? Ég hef ekki séð heildstæða úttekt á þessu efni, en ætla að benda á nokkur þau atriði sem ég álít raunhæf:Fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sérþekkingu þeirri sem áður var nefnd standa vel að vígi. Í rauninni gætu möguleikar þeirra verið óendanlegir og aðeins spurning um að ná til og vekja áhuga frumkvöðla og fjárfesta.Lega Íslands og innviðir samfélagsins gætu, ef nú verður rétt staðið að uppbyggingu, boðið upp á sérstök atvinnu- og útflutningstækifæri. Ég læt hér nægja að nefna nokkra þætti: vaxandi mikilvægi norðurslóða, hafið, eyjan, veðurfar, jarðfræði, jarðvarmi, fallvötn, heilbrigði, líftækni, sagnaarfur, náttúrufar, stjórn viðbragða við ýmiss konar vá, útbreidd notkun þjóðarinnar á upplýsinga- og fjarskiptatækni.Alþjóðlegt samstarf á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar; sér í lagi á þeim sviðum sem samrýmast atvinnustefnu okkar.Það eru augljós tækifæri í þátttöku Íslendinga í margvíslegum rannsóknar- og þróunarverkefnum innan EES/ESB. Einnig í öðru alþjóðlegu samstarfi.Hreinleiki Íslands og umhverfisvernd gætu falið í sér tækifæri. Það er þó merkilegt til þess að hugsa að þjóð sem býr í jafnfögru og stórbrotnu landi, með meiri náttúruauðlindir en margar aðrar þjóðir, skuli vera jafnmiklir umhverfissóðar og raun ber vitni. Íslendingar spara hvorki vatn né rafmagn. Einnota umbúðir eru mjög algengar og lítið er sinnt um vernd umhverfisins fyrir mengun, svo dæmi séu tekin. Margir útlendingar, sér í lagi Evrópubúar af meginlandinu, gapa af undrun þegar þeir sjá hvernig við sóum vatni, orku og landi. Umhverfismál eru fjölbreyttur málaflokkur og vaxandi viðskiptatækifæri eru á því sviði. Þó að við þurfum sannarlega að taka okkur á, hefur Ísland þrátt fyrir allt þá ímynd að vera hreint land og gæti því auðveldlega skapað sér sérstöðu og vakið áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirtækjum á þessu sviði. Þetta gengur Íslendingum illa að skilja.Ungt fólk menntar sig til starfa sem enn eru ekki til. Gleymum því ekki. Áfram nú! Ef Íslendingum á að takast að komast upp úr þeim förum sem við nú erum föst í, þarf margt að breytast. Eitt af því mikilvægasta sem gera þarf er að hrinda nýrri atvinnustefnu stjórnvalda í framkvæmd. Við þurfum að vinna okkur hægt en örugglega að settu marki, ætlum okkur jafnvel 50 ár. Lærum af reynslu annarra þjóða sem stundað hafa útflutning með góðum árangri um áratuga eða jafnvel árhundruða skeið; þjóða sem búa við meiri hagvöxt og betri lífskjör en við Íslendingar. Það má t.d. læra margt af reynslu Þjóðverja í uppbyggingu iðnaðar, rekstri fyrirtækja, verktækni og hagnýtum vísindum. Íslenskir stjórnmálamenn sem hafa ákvörðunarvald í gríðarlega mikilvægum og stefnumarkandi málum verða að hætta pólitísku þrasi og metingi. Þeir verða að hætta að láta stjórnast af skammtímasjónarmiðum sem snúast um að ná augnabliksvöldum eða vinsældum. Íslensk þjóð sér í gegnum ómerkilegan og gagnslausan málatilbúnað. Við erum of fámenn þjóð til að vera sundruð í jafnmikilvægu máli og því sem hér um ræðir – sjálfri atvinnusköpun þjóðarinnar. Skapi stjórnvöld heilbrigt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki hér á landi munu fyrirtækin sjálf finna leiðir til vaxtar og útflutnings. Fyrirtækin eru best til þess fallin sjálf að greina og nýta samkeppnisforskot sitt á erlendum mörkuðum. Þátttaka erlendra fjárfesta getur ráðið þar úrslitum. Atvinnulífið verður að eflast. Áfram nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Efnahagsástand og lífskjör fólks á Íslandi geta því aðeins batnað að atvinnumál séu í lagi. Ef fyrirtæki landsins ganga vel, geta boðið fólki störf við hæfi og góð laun, þá er allt annað í lagi. Þá snúast hjól þjóðlífsins. Fólk og fyrirtæki greiða þá sína skatta sem nægja til að reka sómasamlegt velferðar- og menntakerfi er stenst samanburð við þau lönd sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Nýlegar upplýsingar um útflutning frá Íslandi sýna að hugverkaiðnaðurinn aflar nú um fjórðungs allra gjaldeyristekna íslensku þjóðarinnar. Inni í þessum tölum er útflutningur hátækni- og sprotafyrirtækja sem byggja á þekkingarfrekum iðnaði. Þetta eru atvinnugreinar sem eiga sér mikla vaxtarmöguleika. Öðru máli gegnir um sjávarútveg og landbúnað sem áfram hafa þýðingu en flestir virðast sammála um að geti vart vaxið meira að öllu óbreyttu. Hvað þarf til að útflutningur vaxi? Íslenskt atvinnulíf nær ekki fullum þrótti og kemst ekki upp úr öldudalnum nema fyrirtæki sem þess þurfa eigi möguleika á fá erlenda fjárfesta til þátttöku í fyrirtækjunum. Þetta er afar brýnt fyrir hátækifyrirtækin sem þurfa að fjármagna rannsóknar- og þróunarstarf í 8 – 15 ár áður en markaðs- og sölustarf fer að bera raunverulegan árangur og eiginlegur vöxtur hefst. Sá vöxtur er þá oft ótrúlega hraður. Erlendir fagfjárfestar fjármagna ekki aðeins vöruþróun heldur, það sem enn meira máli skiptir, ryðja þeir einnig braut fyrir útflutning íslenskrar vöru, þekkingar eða þjónustu á erlenda markaði með samböndum sínum. Lífskjör í landi okkar verða einungis tryggð með því að við að sköpum vel launuð störf til langframa. Því þurfum við fyrirtæki sem bjóða fólki slík störf. Fyrirtæki með starfsemi sem samræmist langtímasjónarmiðum okkar, t.d. um nýtingu auðlinda og sjálfbærni. Engir íslenskir aðilar virðast færir um að fjármagna rannsóknar- og þróunarstarf hátæknifyrirtækja. Hvorki bankar né lífeyrissjóðir taka slíka áhættu. Fram til þessa hafa erlendir fjárfestar fjármagnað hinn eiginlega vöxt þeirra íslensku fyrirtækja sem við nú erum hvað stoltust af. Fyrirtækja sem sum hver eru þó að hrökklast úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða á Íslandi. Hvað hindrar erlendar fjárfestingar á Íslandi? Erlendir fjárfestar verða að sjá sér hag í því að festa fé sitt í íslenskum iðnaði og fyrirtækjum. Undanfarin ár eru aðeins örfá dæmi um að erlendir fjárfestar hafi fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Þessi dæmi eru svo fá að þau má telja á fingrum annarrar handar. Það er því full ástaða til að velta fyrir sér þeirri mikilvægu spurningu: Hvað hindrar erlendar fjárfestingar á Íslandi? Í rekstri hátæknifyrirtækis míns og samskiptum við erlenda fjárfesta á undanförnum árum hef ég kynnst viðhorfum fjárfesta frá fyrstu hendi. Mig undrar raunar almennt áhugaleysi Íslendinga á því að kynna sér þessi viðhorf og leita markvissar að eftir því að fá erlenda fjárfesta til þátttöku í íslenskum fyrirtækjum. Mér rennur því blóðið til skyldunnar að miðla því sem ég hef orðið áskynja, ef einhver kynni að vilja taka við þeim upplýsingum. Mín reynsla af erlendum fagfjárfestum er sú að um mjög vel menntað og upplýst fólk er að ræða, með mikla yfirsýn, reynslu og þekkingu. Fólk sem er vant að taka áhættu í rekstri en leggur kalt mat á hlutina. Það sem helst hindrar erlendar fjárfestingar á Íslandi er eftirfarandi:Bankar og fjármálakerfi njóta ekki trausts. Gerðu það ekki fyrir hrun 2008 og enn síður nú.Löggjafinn nýtur hvorki virðingar né trausts. Fjárfestar óttast gerræðisleg inngrip ekki að ástæðulausu.Opinberar stofnanir njóta ekki trausts. Dæmi eru um að erlendir fjárfestar fái misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum. Þeir geta vænst þess að lög sé túlkuð á frjálslegan hátt og steinar séu lagðir í götu þeirra á lokametrum lykilákvarðana, jafnvel eftir að verulegt fé hefur verið lagt í undirbúning.Óstöðugt efnahagslíf fælir erlenda fjárfesta frá íslenskum fyrirtækjum; það eru ekki ný sannindi og þarf ekki að koma neinum á óvart.Íslenska krónan er ekki aðeins veikur gjaldmiðill heldur einnig mjög óstöðugur. Krónan hefur á liðnum árum verið til mikilla vandræða fyrir útflutningsfyrirtæki, þótt stundum sé vísað til þess að sjálfstæður gjaldmiðill hafi komið sér vel t.d. andspænis sveiflum í sjávarútvegi.Gjaldeyrishöft sem leidd voru í lög á einni nóttu 2008 eru mikil hindrun. Ekki er fyrirséð að haftalögin verði afnumin í bráð. Þau torvelda að fjárfestar geti losað fjármuni sína t.d. arð af fjárfestingum sínum og flutt frá Íslandi, eins og hlýtur þó að teljast eðlileg og sjálfsögð krafa.Almennt agaleysi ríkir í íslensku samfélagi og það er undirrót margs annars vanda, m.a. stjórnarfarslegs eðlis.Vöntun á framtíðarsýn gerir það að verkum að algert stefnuleysi ríkir á mörgum sviðum. Stjórnvöld hafa þó nýverið lagt fram drög að atvinnustefnu sem hluta af vinnu við svokallaða Sóknaráætlun til ársins 2020. Þeirri stefnu þarf að framfylgja og marka einnig menntastefnu sem styður við atvinnustefnuna.Vinnumarkaður hér á landi er örlítill. Menntakerfið svara ekki þörfum atvinnulífsins fyrir sérmenntað fólk. Afleiðingin er mikill skortur á tæknimenntuðu fólki. Þetta er svo sem ekki nýr vandi, því hér hefur um margra ára skeið vantað t.d. hugbúnaðarsérfræðinga og aðra sérfræðinga með margvíslega raungreinamenntun. Flest hátæknifyrirtæki þurfa að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. Það er þó sérlega erfitt um þessar mundir af skiljanlegum ástæðum.Iðnaðar- og handverksumhverfi er veikt á Íslandi og marka þarf stefnu sem bætir úr því.Ráða- og skilningsleysi stjórnvalda og stjórnmálamanna veldur því að árangur næst ekki. Fyrir þetta líður öll þjóðin.Stjórnkerfi landsins mismunar atvinnugreinum herfilega, t.d. með núverandi skipulagi ráðuneyta atvinnuveganna. Straumlínulaga þarf stjórnkerfið og endurskoða hlutverk ráðuneyta og stofnana sem hafa með atvinnumál og að gera. Fylgja þarf atvinnustefnu og tryggja að opinberum fjármunum sé varið með arðbærum og markvissum hætti, m.a. til nýsköpunar. Hér á landi vantar hefðir og skilning á því að uppbygging traustra fyrirtækja tekur mannsaldra. Þýskaland er dæmi um land sem hefur í marga mannsaldra byggt upp iðnveldi sem að mestu leyti felst í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, dreifðum um allt landið. Þýskaland er langt frá því að vera stærsta eða fjölmennasta land í heimi, en Þjóðverjar eru samt sem áður ein mesta útflutningsþjóð heims. Hagvöxtur þar á síðasta ári var undraverður. Meðan nálega allar vestrænar þjóðir glíma við alvarlega efnahagskreppu hefur Þjóðverjum tekist að vinna sig út úr kreppunni. Þar í landi er nú aftur mikill uppgangur í atvinnulífi eftir nokkur erfið ár. Hvað hafa Íslendingar að bjóða? Að þessu sögðu er rétt að íhuga hvort og þá hvað Íslendingar hafa að bjóða erlendum fjárfestum. Er yfirleitt nokkur atvinnustarfsemi hér á landi sem erlendir aðilar myndu vilja taka þátt í að byggja upp? Höfum aftur í huga að til þess að erlendur fjármagnseigandi fjárfesti í íslensku fyrirtæki þurfa báðir aðilar að sjá sér hag í því. Eftirfarandi svið gætu vissulega verið áhugaverð:Endurnýjanleg orka og þekking sem tengist orkunýtingu. Orkan hér á landi er þó takmörkuð. Afar mikilvægt er að komandi kynslóðir hafi til umráða orku til uppbyggingar á atvinnustarfsemi sem við enn ekki vitum hver verður. Þessu verður að halda opnu við samningsgerðir um orkusölu. Ungt fólk nú á dögum menntar sig nefnilega til starfa sem oft eru enn ekki til. Komandi kynslóðir munu án nokkurs vafa skapa sér störf og starfsvettvang sem okkur núlifendum er ekki unnt að sjá fyrir að möguleg verði. Það er í rauninni alveg frábært.Þekking Íslendinga á afmörkuðum sviðum gæti verið verðmæt fyrir fleiri en okkur sjálf, t.d. í heilbrigðismálum, upplýsingatækni, náttúrufræði, sjávarlíffræði, nýtingu sjávarafurða, erfðafræði, líftækni – og svo mætti góðu heilli lengi telja. Íslenskt samfélag er tæknivætt og að mínu mati afar kraftmikið, þegar fólki eru skapaðar aðstæður til að njóta sín. Landið byggir forvitið fólk og hér eru boðleiðir stuttar. Það leiðir til þess að auðvelt er fyrir venjulegt fólk að ná áheyrn stjórnvalda eða annarra sem stefna og ákvarðanir velta á. Samfélag okkar er minna stéttaskipt en hjá mörgum stærri þjóðum. Þetta ætti að tryggja jöfn tækifæri til mennta og starfa, t.d. frumkvöðlum með góðar viðskiptahugmyndir. Við erum yfirleitt fljót að átta okkur og taka ákvarðanir, sem er mjög gott þegar þess er vel gætt að forðast óvandaðar niðurstöður og flumbrugang. Tækifærin? Í ljósi framangreinds: Hvar eru þá tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða til landsins erlenda fjárfesta til uppbyggingar á iðnaði og atvinnulífi? Ég hef ekki séð heildstæða úttekt á þessu efni, en ætla að benda á nokkur þau atriði sem ég álít raunhæf:Fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sérþekkingu þeirri sem áður var nefnd standa vel að vígi. Í rauninni gætu möguleikar þeirra verið óendanlegir og aðeins spurning um að ná til og vekja áhuga frumkvöðla og fjárfesta.Lega Íslands og innviðir samfélagsins gætu, ef nú verður rétt staðið að uppbyggingu, boðið upp á sérstök atvinnu- og útflutningstækifæri. Ég læt hér nægja að nefna nokkra þætti: vaxandi mikilvægi norðurslóða, hafið, eyjan, veðurfar, jarðfræði, jarðvarmi, fallvötn, heilbrigði, líftækni, sagnaarfur, náttúrufar, stjórn viðbragða við ýmiss konar vá, útbreidd notkun þjóðarinnar á upplýsinga- og fjarskiptatækni.Alþjóðlegt samstarf á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar; sér í lagi á þeim sviðum sem samrýmast atvinnustefnu okkar.Það eru augljós tækifæri í þátttöku Íslendinga í margvíslegum rannsóknar- og þróunarverkefnum innan EES/ESB. Einnig í öðru alþjóðlegu samstarfi.Hreinleiki Íslands og umhverfisvernd gætu falið í sér tækifæri. Það er þó merkilegt til þess að hugsa að þjóð sem býr í jafnfögru og stórbrotnu landi, með meiri náttúruauðlindir en margar aðrar þjóðir, skuli vera jafnmiklir umhverfissóðar og raun ber vitni. Íslendingar spara hvorki vatn né rafmagn. Einnota umbúðir eru mjög algengar og lítið er sinnt um vernd umhverfisins fyrir mengun, svo dæmi séu tekin. Margir útlendingar, sér í lagi Evrópubúar af meginlandinu, gapa af undrun þegar þeir sjá hvernig við sóum vatni, orku og landi. Umhverfismál eru fjölbreyttur málaflokkur og vaxandi viðskiptatækifæri eru á því sviði. Þó að við þurfum sannarlega að taka okkur á, hefur Ísland þrátt fyrir allt þá ímynd að vera hreint land og gæti því auðveldlega skapað sér sérstöðu og vakið áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirtækjum á þessu sviði. Þetta gengur Íslendingum illa að skilja.Ungt fólk menntar sig til starfa sem enn eru ekki til. Gleymum því ekki. Áfram nú! Ef Íslendingum á að takast að komast upp úr þeim förum sem við nú erum föst í, þarf margt að breytast. Eitt af því mikilvægasta sem gera þarf er að hrinda nýrri atvinnustefnu stjórnvalda í framkvæmd. Við þurfum að vinna okkur hægt en örugglega að settu marki, ætlum okkur jafnvel 50 ár. Lærum af reynslu annarra þjóða sem stundað hafa útflutning með góðum árangri um áratuga eða jafnvel árhundruða skeið; þjóða sem búa við meiri hagvöxt og betri lífskjör en við Íslendingar. Það má t.d. læra margt af reynslu Þjóðverja í uppbyggingu iðnaðar, rekstri fyrirtækja, verktækni og hagnýtum vísindum. Íslenskir stjórnmálamenn sem hafa ákvörðunarvald í gríðarlega mikilvægum og stefnumarkandi málum verða að hætta pólitísku þrasi og metingi. Þeir verða að hætta að láta stjórnast af skammtímasjónarmiðum sem snúast um að ná augnabliksvöldum eða vinsældum. Íslensk þjóð sér í gegnum ómerkilegan og gagnslausan málatilbúnað. Við erum of fámenn þjóð til að vera sundruð í jafnmikilvægu máli og því sem hér um ræðir – sjálfri atvinnusköpun þjóðarinnar. Skapi stjórnvöld heilbrigt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki hér á landi munu fyrirtækin sjálf finna leiðir til vaxtar og útflutnings. Fyrirtækin eru best til þess fallin sjálf að greina og nýta samkeppnisforskot sitt á erlendum mörkuðum. Þátttaka erlendra fjárfesta getur ráðið þar úrslitum. Atvinnulífið verður að eflast. Áfram nú!
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun