Fótbolti

Eiður ekki í landsliðshópnum sem mætir Kýpur

Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Fulham er ekki í leikmannahópnum.
Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Fulham er ekki í leikmannahópnum. Nordic Photos/Getty Images
Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta tilkynnti í dag leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer 26. mars á Kýpur. Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Fulham er ekki í leikmannahópnum en alls eru 10 leikmenn úr U-21 árs landsliðinu valdir í þetta verkefni.

Ólafur sagði á fundi með fréttamönnum í dag að Eiður væri ekki búinn að spila mikið með sínum félagsliðum frá því hann fór frá Barcelona á sínum tíma og af þeim sökum væri hann ekki valinn.

Ísland hefur leikið þrjá leiki í riðlakeppninni og er án stiga en Kýpur er með 1 stig eftir þrjá leiki. Norðmenn eru efstir í riðlinum með 9 stig eftir þrjá leiki, Portúgal er með 7 stig eftir fjóra leiki og Danir eru með 6 stig eftir 3 leiki.

Sölvi Geir Ottesen leikmaður FCK í Danmörku er meiddur og er því ekki valinn í hópinn. Athygli vekur að Veigar Páll Gunnarsson og Árni Gautur Arason eru ekki valdir í liðið að þessu sinni.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir
:

Gunnleifur Gunnleifsson (FH)

Stefán Logi Magnússon (Lilleström)

Ingvar Þór Kale (Breiðablik)

Varnarmenn
:

Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)

Indriði Sigurðsson (Viking)

Kristján Örn Sigurðsson (Hönefoss)

Grétar Rafn Steinsson (Bolton)

Birkir Már Sævarsson (Brann)

Ragnar Sigurðsson (Gautaborg)

Bjarni Ólafur Eiríksson (Stabæk)

Miðjumenn
:

Aron Einar Gunnarsson (Coventry)

Ólafur Ingi Skúlason (Sönderjyske)

Rúrik Gíslason (OB)

Arnór Smárason (Esbjerg)

Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)

Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts)

Birkir Bjarnason (Viking)

Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)

Gylfi Þór Sigurðsson (Hoffenheim)

Sóknarmenn
:

Heiðar Helguson (QPR)

Kolbeinn Sigþórsson (AZ Alkmaar)

Alfreð Finnbogason (Lokeren)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×