Virkjum tækifærin Þorkell Sigurlaugsson skrifar 16. mars 2011 06:00 Það voru ákveðin tímamót þegar stoðtækjafyrirtækið Össur ákvað á aðalfundi í síðustu viku að að taka hlutabréf félagsins af skrá Kauphallar Íslands og skrá það eingöngu erlendis. Þetta var staðfesting á því, sem blasað hefur við, að efnahags- og stjórnmálaumhverfi hér á landi er mjög óhagstætt og sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að afla hlutafjár eða lánsfjár á alþjóðamarkaði. Á aðalfundi Marels, einnig í síðustu viku, voru uppi sömu áhyggjur varðandi stöðu íslensku krónunnar og efnahagsmál. Velgengni þessarra tveggja fyrirtækja er okkur mikils virði og áhyggjuefni þegar eigendur þeirra og stjórnendur hafa misst trú á íslensku efnhagslífi og hlutabréfamarkaði.Hagsmunir þjóðarinnar skipta mestu máli og í því ljósi þarf að meta áhættu sem við erum að taka og horfa á heildarhagsmunina. Þeir sem kjósa um Icesave mega ekki kjósa með það í huga hvað sé líklegast til að fella ríkisstjórnina. Umræðan um Evópusambandið má heldur ekki snúast eingöngu um fjárhagslegan gróða, hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hvað einstaka flokkar vilja. Þjóðin hefur yfirleitt reynt að leysa ágreining við aðrar þjóðir með samningum hvort sem var í landhelgisdeilum eða á öðrum sviðum. Það þurfum við að gera áfram eins og kostur er. Sjálfstæði þjóðarinnar felst ekki í því að halda íslensku krónunni eða líta á okkur sem efnahagslegt eyland. Sjálfstæði snýst um það að byggja upp sterkt atvinnulíf og hafa sterka og stefnufasta ríkisstjórn sem vinnur vel með þjóðinni að virkja þau fjölmörgu tækifæri sem við eigum. Við búum þrátt fyrir allt í einu besta samfélagi í heimi og eigum öll rétt á að njóta þess. En til þess þurfum við að virkja tækifærin. Þau blasa hvarvetna við okkur.Krónan nothæf í tölvuleikjum Þótt útflutningsgreinar hafi notið þess tímabundið að íslenska krónan hafi veikst, þá er krónan sem gjaldmiðill ónothæf til framtíðar. Það má jafnvel leiða líkur að því að krónan og sú peningamálastefna sem ríkti í kringum hana hafi átt stóran þátt í banka- og efnahagshruninu í samspili við stjórnlaust bankakerfi. Efnahagsumhverfið hefur almennt versnað verulega undanfarin ár og Icesave óvissan veldur truflun í viðskiptum og fjármögnun. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, komu upp svipaðar áhyggjur í sjónvarpsviðtali, en hann bindur þó vonir við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í tölvuleikjum eru oft notaðir heimasmíðaðir gjaldmiðlar, og þar getur íslenska krónan verið ágætlega brúkleg. Því miður höfum við verið að nota íslenska hagkerfið með krónuna sem dýrkeypta „tilraunastofu" í efnahagsstjórnun.Ísland – land tækifæranna En hér á landi starfa einnig fyrirtæki sem hafa í áratugi verið í alþjóðlegum viðskiptum og skilað þjóðinni gífurlegum verðmætum og tryggt hér góð lífskjör. Þar má nefna samgöngufyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi, orkuvinnslu og nýtingu hennar, ferðaþjónustu og fyrirtæki í margvíslegum iðnaði, verslun og viðskiptum sem eru einnig grundvöllur að okkar lífskjörum. Mikilvægi fjármálafyrirtækja má heldur ekki gleymast, en án stuðnings þeirra, hefðu Marel, Icelandair og Össur, svo dæmi séu tekin, aldrei orðið öflug alþjóðleg fyrirtæki. Einstaklingar og fyrirtæki á sviði skapandi greina, svo sem tónlistar, myndlistar, leiklistar, hönnunar o.fl. hafa einnig náð stórkostlegum árangri. Tækifæri hér á landi eru gríðarlega mikil ef vel er haldið á málum. Það var kynnt vel á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs þann 16. febrúar sl. og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, kom einnig sterkt inn á þessa þætti á Iðnþingi sl. fimmtudag. Flest byggja tækifærin á því að við séum í góðum samskiptum við alþjóðasamfélagið og höldum vel á okkar efnahagsmálum, stjórnmálum, grunnstoðum og reglum samfélagsins. Ég vil hér nefna fjögur atriði um þá einstöku aðstöðu sem við búum við. 1. Hafsvæði kringum Ísland er mikil auðlind. Bæði sjávarfang og aðrar auðlindir tengjast hafsvæðinu og landgrunninu. Þar höfum við verið til fyrirmyndar í nýtingu auðlindarinnar og verðmætasköpun. 2. Orkulindir fallvatna og jarðvarma eru einstakar og gífurlega verðmætar á tímum orkuskorts og hækkandi orkuverðs á næstu árum. Mikil tækifæri eru þar næstu árin. 3. Náttúra landsins og landfræðileg lega, friðsæld, öryggi, gott veðurfar, vatn og umhverfi, er auðlind sem bæði skapar verðmæti og bætt lífsgæði. Styrkleiki okkar á þessu sviði fer vaxandi. 4. Góð menntun þjóðarinnar, arfleifð og menning er auðlind sem við höfum náð að gera að verðmæti sem hefur vakið athygli víða um heim. Nú ættum við að einblína á tækifærin, nýta þau og ryðja burt hindrunum og leggja áherslu á nýsköpun hugarfarsins eins og Helgi orðaði það svo vel. Samfélagsleg ábyrgð og velferðarkerfi byggir einnig á því að deila góðu með slæmu. Við viljum öll njóta þess góða sem fyrirtæki og einstaklingar skapa og verðum líka stundum að taka á okkur sameiginlega ábyrgð þegar illa fer eins og í bankahruninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Það voru ákveðin tímamót þegar stoðtækjafyrirtækið Össur ákvað á aðalfundi í síðustu viku að að taka hlutabréf félagsins af skrá Kauphallar Íslands og skrá það eingöngu erlendis. Þetta var staðfesting á því, sem blasað hefur við, að efnahags- og stjórnmálaumhverfi hér á landi er mjög óhagstætt og sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að afla hlutafjár eða lánsfjár á alþjóðamarkaði. Á aðalfundi Marels, einnig í síðustu viku, voru uppi sömu áhyggjur varðandi stöðu íslensku krónunnar og efnahagsmál. Velgengni þessarra tveggja fyrirtækja er okkur mikils virði og áhyggjuefni þegar eigendur þeirra og stjórnendur hafa misst trú á íslensku efnhagslífi og hlutabréfamarkaði.Hagsmunir þjóðarinnar skipta mestu máli og í því ljósi þarf að meta áhættu sem við erum að taka og horfa á heildarhagsmunina. Þeir sem kjósa um Icesave mega ekki kjósa með það í huga hvað sé líklegast til að fella ríkisstjórnina. Umræðan um Evópusambandið má heldur ekki snúast eingöngu um fjárhagslegan gróða, hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hvað einstaka flokkar vilja. Þjóðin hefur yfirleitt reynt að leysa ágreining við aðrar þjóðir með samningum hvort sem var í landhelgisdeilum eða á öðrum sviðum. Það þurfum við að gera áfram eins og kostur er. Sjálfstæði þjóðarinnar felst ekki í því að halda íslensku krónunni eða líta á okkur sem efnahagslegt eyland. Sjálfstæði snýst um það að byggja upp sterkt atvinnulíf og hafa sterka og stefnufasta ríkisstjórn sem vinnur vel með þjóðinni að virkja þau fjölmörgu tækifæri sem við eigum. Við búum þrátt fyrir allt í einu besta samfélagi í heimi og eigum öll rétt á að njóta þess. En til þess þurfum við að virkja tækifærin. Þau blasa hvarvetna við okkur.Krónan nothæf í tölvuleikjum Þótt útflutningsgreinar hafi notið þess tímabundið að íslenska krónan hafi veikst, þá er krónan sem gjaldmiðill ónothæf til framtíðar. Það má jafnvel leiða líkur að því að krónan og sú peningamálastefna sem ríkti í kringum hana hafi átt stóran þátt í banka- og efnahagshruninu í samspili við stjórnlaust bankakerfi. Efnahagsumhverfið hefur almennt versnað verulega undanfarin ár og Icesave óvissan veldur truflun í viðskiptum og fjármögnun. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, komu upp svipaðar áhyggjur í sjónvarpsviðtali, en hann bindur þó vonir við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í tölvuleikjum eru oft notaðir heimasmíðaðir gjaldmiðlar, og þar getur íslenska krónan verið ágætlega brúkleg. Því miður höfum við verið að nota íslenska hagkerfið með krónuna sem dýrkeypta „tilraunastofu" í efnahagsstjórnun.Ísland – land tækifæranna En hér á landi starfa einnig fyrirtæki sem hafa í áratugi verið í alþjóðlegum viðskiptum og skilað þjóðinni gífurlegum verðmætum og tryggt hér góð lífskjör. Þar má nefna samgöngufyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi, orkuvinnslu og nýtingu hennar, ferðaþjónustu og fyrirtæki í margvíslegum iðnaði, verslun og viðskiptum sem eru einnig grundvöllur að okkar lífskjörum. Mikilvægi fjármálafyrirtækja má heldur ekki gleymast, en án stuðnings þeirra, hefðu Marel, Icelandair og Össur, svo dæmi séu tekin, aldrei orðið öflug alþjóðleg fyrirtæki. Einstaklingar og fyrirtæki á sviði skapandi greina, svo sem tónlistar, myndlistar, leiklistar, hönnunar o.fl. hafa einnig náð stórkostlegum árangri. Tækifæri hér á landi eru gríðarlega mikil ef vel er haldið á málum. Það var kynnt vel á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs þann 16. febrúar sl. og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, kom einnig sterkt inn á þessa þætti á Iðnþingi sl. fimmtudag. Flest byggja tækifærin á því að við séum í góðum samskiptum við alþjóðasamfélagið og höldum vel á okkar efnahagsmálum, stjórnmálum, grunnstoðum og reglum samfélagsins. Ég vil hér nefna fjögur atriði um þá einstöku aðstöðu sem við búum við. 1. Hafsvæði kringum Ísland er mikil auðlind. Bæði sjávarfang og aðrar auðlindir tengjast hafsvæðinu og landgrunninu. Þar höfum við verið til fyrirmyndar í nýtingu auðlindarinnar og verðmætasköpun. 2. Orkulindir fallvatna og jarðvarma eru einstakar og gífurlega verðmætar á tímum orkuskorts og hækkandi orkuverðs á næstu árum. Mikil tækifæri eru þar næstu árin. 3. Náttúra landsins og landfræðileg lega, friðsæld, öryggi, gott veðurfar, vatn og umhverfi, er auðlind sem bæði skapar verðmæti og bætt lífsgæði. Styrkleiki okkar á þessu sviði fer vaxandi. 4. Góð menntun þjóðarinnar, arfleifð og menning er auðlind sem við höfum náð að gera að verðmæti sem hefur vakið athygli víða um heim. Nú ættum við að einblína á tækifærin, nýta þau og ryðja burt hindrunum og leggja áherslu á nýsköpun hugarfarsins eins og Helgi orðaði það svo vel. Samfélagsleg ábyrgð og velferðarkerfi byggir einnig á því að deila góðu með slæmu. Við viljum öll njóta þess góða sem fyrirtæki og einstaklingar skapa og verðum líka stundum að taka á okkur sameiginlega ábyrgð þegar illa fer eins og í bankahruninu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun