Dómstóla- eða samningaleiðin Steinar Björnsson skrifar 6. mars 2011 08:00 Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar