Björgvin Björgvinsson féll úr leik í fyrri umferð í keppni í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer fram í Þýskalandi.
Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í undankeppni svigsins í gær en komust ekki áfram í aðalkeppnina. Þetta eru þeir Sigurgeir Halldórsson, Brynjar Jökull Guðmundsson og Gunnar Þór Halldórsson.
Sigurgeir féll úr leik í fyrri ferðinni en hinir tveir í seinni ferðinni.
Þá var einnig keppt í svigi kvenna í gær og féllu þær Katrín Kristjánsdóttir og Íris Guðmundsdóttir báðar úr leik í fyrri ferðinni.
Marlies Schild og Kathrin Zettel urðu í fyrstu tveimur sætunum í svigi í gær og Maria Pietilae-Holmner frá Svíþjóð fékk brons.
Seinni ferðin í svigi karla hefst klukkan 12.30 og verður sýnd í beinni útsendingu á Eurosport.
Þar hefur Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi forystu eftir fyrri ferðina en þeir Manfred Moelgg frá Ítalíu og Andre Myhrer frá Svíþjóð koma næstir.
Björgvin úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt
Körfubolti



Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Íslenski boltinn



