Björgvin Björgvinsson féll úr leik í fyrri umferð í keppni í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer fram í Þýskalandi.
Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í undankeppni svigsins í gær en komust ekki áfram í aðalkeppnina. Þetta eru þeir Sigurgeir Halldórsson, Brynjar Jökull Guðmundsson og Gunnar Þór Halldórsson.
Sigurgeir féll úr leik í fyrri ferðinni en hinir tveir í seinni ferðinni.
Þá var einnig keppt í svigi kvenna í gær og féllu þær Katrín Kristjánsdóttir og Íris Guðmundsdóttir báðar úr leik í fyrri ferðinni.
Marlies Schild og Kathrin Zettel urðu í fyrstu tveimur sætunum í svigi í gær og Maria Pietilae-Holmner frá Svíþjóð fékk brons.
Seinni ferðin í svigi karla hefst klukkan 12.30 og verður sýnd í beinni útsendingu á Eurosport.
Þar hefur Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi forystu eftir fyrri ferðina en þeir Manfred Moelgg frá Ítalíu og Andre Myhrer frá Svíþjóð koma næstir.
Björgvin úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn



Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti

