Vilhjálmur: Golfið kemur ekki í stað vinnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2010 20:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telur að golfið geti nýst atvinnulausum þó að það komi ekki í stað atvinnu. Mynd/ Vilhelm. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira