Vilhjálmur: Golfið kemur ekki í stað vinnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2010 20:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telur að golfið geti nýst atvinnulausum þó að það komi ekki í stað atvinnu. Mynd/ Vilhelm. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira