Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein 4. maí 2010 18:57 Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45