Kvennalið Keflavíkur vann 112-105 útisigur á Snæfelli í framlengdum leik í kvöld. Með þessum sigri kemst Keflavík áfram í undanúrslit Iceland Express deildarinnar.
Staðan var jöfn 96-96 að loknum venjulegum leiktíma en Keflavíkurkonur voru sterkari í framlengingunni.
Sharell Hobbs var stigahæst hjá Snæfelli með 42 stig. Hjá Keflavík skoraði Bryndís Guðmundsdóttir 37 stig en Birna Valgarðsdóttir 31.