Eiginmaður og sonur Ingibjargar Sólrúnar segja sig úr Samfylkingunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 12:15 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist hryggur yfir þeirri ákvörðun Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/GVA Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin. Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin.
Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira