Óttast glæpi en ekki stóra tölvuárás 23. október 2010 06:00 Stela á netinu Þeir sem búa til spilliforrit í dag reyna flestir að græða á þeim peninga, til dæmis með því að stela kortanúmerum, komast inn í heimabanka eða senda ruslpóst, segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Nordicphotos/AFP Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent