Ný kröfugerð verkalýðssamtaka? Svavar Gestsson skrifar 26. október 2010 11:06 Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun