Sakaður um pyntingar - dæmdur mánuði áður fyrir hrottaskap 26. apríl 2010 13:27 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ryðjast inn á heimili manns, sparka ítrekað í höfuð hans og stela fartölvu fórnalambsins. Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu. Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu.
Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30