Mengað til langframa 7. október 2010 00:00 Leðjan rauða Flaut yfir heilu þorpin. fréttablaðið/AP Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila