Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun 16. júní 2010 13:16 Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.Þetta kemur fram í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Soros sem telur nánast óumflýjanlegt að kreppan muni skella á Evrópu að nýju í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða ríkisstjórna álfunnar. Aðgerða sem eiga að minnka gífurlegan fjárlagahalla hjá flestum ríkjunum sem samhliða glíma við miklar opinberar skuldir.„Þýskaland mun lykta eins og rósir á meðan að Evrópa mun sogast niður í djúpið," segir Soros. „Stöðnun mun ríkja í fjölda ára og hugsanlega verður ástandið enn verra."Soros segir að sparnaðaraðgerðirnar muni hafa þessar afleiðingar því að þær koma á sama tíma og eftirspurn er veik og bankakerfið brothætt. „Þetta er því áhættusöm leið," segir Soros.Fram kemur að Soros telur að regluskortur í kringum evruna og þá einkum hvernig ríki geti yfirgefið myntbandalagið feli í sér dauðann. „Innbyggðir veikleikar í evrukerfinu eru að koma upp úr kafinu í dag," segir Soros.Eitt land, Þýskaland, sker sig úr hópi Evrópuríkja, hvað framtíðarsýn Soros varðar. Hann segir að Þýskaland muni standa sig í kreppunni því landið njóti góðs af veikingu evrunnar. Sú veiking styrki útflutningsdrifið hagkerfi Þýskalands. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.Þetta kemur fram í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Soros sem telur nánast óumflýjanlegt að kreppan muni skella á Evrópu að nýju í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða ríkisstjórna álfunnar. Aðgerða sem eiga að minnka gífurlegan fjárlagahalla hjá flestum ríkjunum sem samhliða glíma við miklar opinberar skuldir.„Þýskaland mun lykta eins og rósir á meðan að Evrópa mun sogast niður í djúpið," segir Soros. „Stöðnun mun ríkja í fjölda ára og hugsanlega verður ástandið enn verra."Soros segir að sparnaðaraðgerðirnar muni hafa þessar afleiðingar því að þær koma á sama tíma og eftirspurn er veik og bankakerfið brothætt. „Þetta er því áhættusöm leið," segir Soros.Fram kemur að Soros telur að regluskortur í kringum evruna og þá einkum hvernig ríki geti yfirgefið myntbandalagið feli í sér dauðann. „Innbyggðir veikleikar í evrukerfinu eru að koma upp úr kafinu í dag," segir Soros.Eitt land, Þýskaland, sker sig úr hópi Evrópuríkja, hvað framtíðarsýn Soros varðar. Hann segir að Þýskaland muni standa sig í kreppunni því landið njóti góðs af veikingu evrunnar. Sú veiking styrki útflutningsdrifið hagkerfi Þýskalands.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira