Einkavæðingin var ekki öll á dagskrá 18. febrúar 2010 06:00 Páll Hreinsson Segir leitt að hann geti ekki gefið meira upp að sinni, „en ímyndaðu þér, settu þig í mín spor, að geta ekki sagt orð og hafa verið með þessar upplýsingar í heilt ár!“ Fréttablaðið/pjetur Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira