Styttist óðum í björgunina 7. október 2010 00:30 Letruð í stein Nöfn námumannanna og hjálmur ofan á.fréttablaðið/AP Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila