Heather Ezell: Vonandi getum við spilað okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:30 Heather Ezell. Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira
Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira