Heather Ezell: Vonandi getum við spilað okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:30 Heather Ezell. Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjá meira
Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjá meira