Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2010 06:00 Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Mynd/Anton Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira