„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ 19. maí 2010 06:00 Leiktæki sömu tegundar Tvær kaðlarólur og rennibraut eru á leiktækinu. Þetta tæki, sem er nákvæmlega eins, er stutt frá heimili drengsins sem lést. Rólurnar tvær voru skornar niður eftir slysið á laugardaginn. fréttablaðið/anton „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
„Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira