Kærður fyrir tuttugu kynferðisbrot á löngu árabili 16. september 2010 06:00 Héraðsdómur Suðurlands Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss
Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira