Óánægður faðir: Viðbrögð lögreglu eftir bílveltu fáránleg 4. júlí 2010 13:45 Mynd/Pjetur „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira