Vegagerð fyrir tugi milljarða í sjónmáli 10. nóvember 2010 05:45 Kristján Möller stýrir viðræðunum., Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs
Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira