Segir kjöraðstæður vera að skapast fyrir Vítisengla og Jón stóra Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. desember 2010 12:27 Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn. Mál Jóns stóra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn.
Mál Jóns stóra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira