Lega landsins mikilvæg í ferðaþjónustu Birkir Hólm Guðnason skrifar 6. janúar 2010 00:01 Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun