Góðverk á annarra kostnað 9. nóvember 2010 06:00 Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar