Umfjöllun: Fylkisstelpur að komast á beinu brautina Stefán Pálsson skrifar 1. júní 2010 22:56 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Fylkir vann í kvöld góðan 2-1 sigur á Þór/KA á heimavelli með mörkum þeirra Fjólu Dröfn Friðriksdóttur og Önnu Bjargar Björnsdóttur. Danka Podovac svaraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til. Fyrir leiki kvöldsins munaði aðeins einu stigi á liðunum en Þór/KA var í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með sjö stig og Fylkir í því sjötta með sex stig. Hvorugt liðið hafði því efni á að misstíga sig. Þessi lið áttust við í einum af bestu leikjum síðasta sumars en þá voru alls skoruð sex mörk í leiknum sem lauk með 3-3 jafntefli á Akureyri. Mikil rigning skall á um leið og Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari flautaði til leiks og áttu stúlkurnar erfitt með að fóta sig fyrstu mínúturnar. Leikurinn fór rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn enda voru aðstæður fremur erfiðar. Fylkisstúlkur byrjuðu leikinn mun betur og það virtist sem Þór/KA væru enn að jafna sig frá tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu, en þá kom frábær fyrirgjöf frá Lovísu Erlingsdóttur beint á kollinn á Fjólu Dröfn Friðriksdóttur sem skallaði boltann í netið. Fylkisstúlkur hresstust mikið við markið. Eftir að hafa tekið öll völd á vellinum þá náðu þær að komast 2-0 yfir nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá var Fjóla Dröfn aftur mætt og átti hún frábæra sendingu inn fyrir vörn Þór/KA þar sem Anna Björg var ein á auðum sjó og skoraði virkilega flott skallamark. Aðeins tveimur mínútum eftir að Fylkisstúlkur skoruðu fengu gestirnir aukaspyrnu rétt fyrir utan markteig Fylkis. Podavac gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum beint í netið. Skotið var óverjandi fyrir markvörð Fylkis. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan því 2-1 þegar stúlkurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik bökkuðu Fylkisstúlkur mikið til baka og það var greinilegt að markmiðið var að halda fengnum hlut. Gestirnir ætluðu sér á köflum að skora tvö mörk í hverri sókn og fóru oft illa með góða stöðu. Fyrsta og eina skot Þór/KA í síðari hálfleik kom ekki fyrr enn á 75. mínútu leiksins. Þá skaut Danka Podovac beint úr aukaspyrnu en í þetta skipti varði Björk Björnsdóttir vel í Fylkismarkinu. Sigur Fylkis var í raun aldrei í hættu enda náðu gestirnir ekki að skapa sér nein fmarktækifæri í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Niðurstaðan 2-1 sigur heimastúlkna og þær þá komnar í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með níu stig. Þór/KA hefur aftur á móti tapað síðustu tveimur leikjum sínum og eru aðeins með sex stig eftir annars fína byrjun á tímabilinu.Fylkir- Þór/KA 2-1 1-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (19.) 2-0 Anna Björg Björnsdóttir ( 38.) 2-1 Danka Podovac (40.) Áhorfendur: 150 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson.Skot (á mark): 7-13 (5-4)Varin skot: Berglind 4 - Björk 4Horn: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 6-12Rangstöður: 3-0 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Fylkir vann í kvöld góðan 2-1 sigur á Þór/KA á heimavelli með mörkum þeirra Fjólu Dröfn Friðriksdóttur og Önnu Bjargar Björnsdóttur. Danka Podovac svaraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til. Fyrir leiki kvöldsins munaði aðeins einu stigi á liðunum en Þór/KA var í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með sjö stig og Fylkir í því sjötta með sex stig. Hvorugt liðið hafði því efni á að misstíga sig. Þessi lið áttust við í einum af bestu leikjum síðasta sumars en þá voru alls skoruð sex mörk í leiknum sem lauk með 3-3 jafntefli á Akureyri. Mikil rigning skall á um leið og Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari flautaði til leiks og áttu stúlkurnar erfitt með að fóta sig fyrstu mínúturnar. Leikurinn fór rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn enda voru aðstæður fremur erfiðar. Fylkisstúlkur byrjuðu leikinn mun betur og það virtist sem Þór/KA væru enn að jafna sig frá tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu, en þá kom frábær fyrirgjöf frá Lovísu Erlingsdóttur beint á kollinn á Fjólu Dröfn Friðriksdóttur sem skallaði boltann í netið. Fylkisstúlkur hresstust mikið við markið. Eftir að hafa tekið öll völd á vellinum þá náðu þær að komast 2-0 yfir nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá var Fjóla Dröfn aftur mætt og átti hún frábæra sendingu inn fyrir vörn Þór/KA þar sem Anna Björg var ein á auðum sjó og skoraði virkilega flott skallamark. Aðeins tveimur mínútum eftir að Fylkisstúlkur skoruðu fengu gestirnir aukaspyrnu rétt fyrir utan markteig Fylkis. Podavac gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum beint í netið. Skotið var óverjandi fyrir markvörð Fylkis. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan því 2-1 þegar stúlkurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik bökkuðu Fylkisstúlkur mikið til baka og það var greinilegt að markmiðið var að halda fengnum hlut. Gestirnir ætluðu sér á köflum að skora tvö mörk í hverri sókn og fóru oft illa með góða stöðu. Fyrsta og eina skot Þór/KA í síðari hálfleik kom ekki fyrr enn á 75. mínútu leiksins. Þá skaut Danka Podovac beint úr aukaspyrnu en í þetta skipti varði Björk Björnsdóttir vel í Fylkismarkinu. Sigur Fylkis var í raun aldrei í hættu enda náðu gestirnir ekki að skapa sér nein fmarktækifæri í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Niðurstaðan 2-1 sigur heimastúlkna og þær þá komnar í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með níu stig. Þór/KA hefur aftur á móti tapað síðustu tveimur leikjum sínum og eru aðeins með sex stig eftir annars fína byrjun á tímabilinu.Fylkir- Þór/KA 2-1 1-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (19.) 2-0 Anna Björg Björnsdóttir ( 38.) 2-1 Danka Podovac (40.) Áhorfendur: 150 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson.Skot (á mark): 7-13 (5-4)Varin skot: Berglind 4 - Björk 4Horn: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 6-12Rangstöður: 3-0
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira